Skilmálar og reglur fyrir vefverslun annalisa.is
Almennt
Anna Lísa Björnsdóttir fyrir hönd annalisa.is (ALB) áskilur sér rétt til að fella úr gildi pantanir vegna mistaka við verðskráningu, enn fremur ef vara eða þjónusta hættir, án fyrirvara.
Kaupandi skuldbindur sig til að greiða vöru og/eða þjónustu að fullu. Komi til greiðslufalls áskilur ALB sér rétt til þess að sækja greiðsluna með lögboðnum leiðum.
Afhending vöru/þjónustu
Bækur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun til sendingar með þjónustu Póstsins. Bækur munu berast kaupanda miðað við afhendingartíma Póstsins. Bækur sem kaupandi velur að sækja sjálfur eru afhentar á viðkomandi afhendingarstað samkv. skilmálum annalisa.is hverju sinni.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Bókum frá annalisa.is má skila innan 7 virkra daga, að því tilskyldu að þær séu óskemmdar og jafngóðar bæði útlitslega og að innihaldi eins og ný bók. Hafa ber samband á netfangið annalisa@annalisa.is óski kaupandi eftir skilum. Sendingargjald fæst ekki endurgreitt.
Frekari spurningar
Hafir þú frekar spurningar, vinsamlegast hafðu samband á netfangið annalisa@annalisa.is
Allur réttur áskilinn
Öll réttindi áskilinn hvað varðar bækur eða annað efni á annalisa.is. Bækur eða annað efni má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda.