Litla-Mús og töfrar hugans
3.990 ISK
Sagan segir frá Litlu-Mús og leit hennar að mömmu sinni. Litla-Mús fær aðstoð við leitina frá dýrum sem hún hittir á leiðinni en Litla-Mús hjálpar dýrunum að leysa úr vandamálum þeirra með því að nota töfra hugans. Litla-Mús hjálpar herra Mús að losna við reiði, hún hjálpar frú Svani að þora að fljúga aftur. Litla-Mús hjálpar líka fröken Lóu sem týndi dirrindíinu sínu, herra Litla-Grís sem grætur því spjaldtölvan er rafmagnslaus, Kálfálfi sem finnur ekki hláturinn sinn, herra Íkorna en hann getur ekki kúkað, folaldinu sem er hrætt við kóngulær og hunangsflugunni Hunögn sem þjáist af frjókornaofnæmi. Söguna skrifuðum við mæðgurnar saman en dætur mínar þekkja vel til aðferðanna sem Litla-Mús notar. Þær lögðu til hugmyndir að dýrum og vandamálunum sem er að hrjá þau. Hugmyndin var að veita fullorðnum sem og börnum á öllum aldri innsýn í hvað kraftar hugans geta hjálpað okkur mikið til betri líðan. Sagan er tilvalin fyrir foreldra, afa og ömmur sem hafa ánægju af því að lesa með börnum sínum og barnabörnum og eiga með þeim gæðatíma og jafnvel smá töfrastund. Íslensk barnabók með myndskreytingum Form: Mjúk kápa Blaðsíðufjöldi: 82 Útgáfuár: 2018